Ísland heldur áfram að sverta ímynd sína fyrir erlendum þjóðum.Mafían blómstrar.

Danska dagblaðið Berlinske Tidinde skrifar um Glaumsveldið(Baugsveldið) og furðar sig á að menn sem skulda þjóðinni milljarða haldi áfram að eiga Fréttablað sjónvarpsstöð, allar verslanir meira og minna og heimti meira að segja peninga úr fyrrverandi félagi Baugi þegar það er til gjaldþrotaskipta.  Frekjan í þessum mönnum er án takmarka, og ef ekki er hægt að dæma þá með öðrum hætti ætti minnsta kosti að banna þeim af siðferðilegum aðstæðum gagnvart þjóðfélaginu í heild að hafa viðskipti á Íslandi næstu 10 árin eins og þegar einstaklingur fer í gjaldþrot út af bankahruninu þá má hann ekkert eiga í 10 ár.  Við erum þar að auki þekkt fyrir að koma illa fram við útlendinga sem hér vinna notum reynslu þeirra og dugnað en látum Íslendinga vera yfirmenn þeirra þó að þeir séu ekki nærri nógu færir til að vera það, þar að auki borgum við þeim eins lítið og kostur er á.  Heldur þjóðin virkilega að um þetta sé ekki talað í löndunum sem þetta fólk kemur frá, ó jú og þess vegna erum við talin mafíuþjóð og enginn vill lána okkur peninga.  Lægstu laun og lífeyrir aldraðra og öryrkja er ekki hægt að lifa af í dag það veit hver maður, að fá minna en 220.000.- sem lægstu laun er fyrir neðan allar hellur og ekki gleyma námsmenn að til þess að þið getið lært til 30 ára verða einhverjir að borga brúsann, sem sagt fólk sem fer ekki í háskóla og fær lúsaraleg laun fyrir erfiðisvinu nema sjómenn, þeir hafa það yfirleitt ágætt alllavegana miðað við marga aðra.  Faðir minn var sjómaður alla sína ævi og var stoltur af því, en það er ekki hægt að vera stoltur í sinni vinnu meðan launin eru eins og þau eru fyrir þá sem ekki eru einhverskonar fræðingar doktorar í hinu og þessu hvernig færi ef allt ungt fólk færi í háskóla, hverjir ættu þá að vinna hin störfin, ég hefði haldið með vinstri stjórn að þetta yrði allt lagfært á réttlátan hátt en því miður ekki verð ég að segja.  Hér er enn mafía við völd Björgólfsmafían og Baugsmafían svo dæmi séu nefnd,  Íslendingar þetta er ekki ennþá orðið réttlátt land og meðan svo er erum við ein í heiminum því veröldin veit líka að ekkert hefur breyst.     Þetta er mín skoðun.

kv.Sólveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólveig Ingólfsdóttir

Höfundur

Sólveig Ingólfsdóttir
Sólveig Ingólfsdóttir
Eg er fædd á Íslandi. En hef búið um áraskeið erlendis alls í átta löndum. Tala og skrifa þýsku og ensku. Hef fylgst með stjórnmálum í öllum þessum löndum. Kom til Íslands fyrir 4 árum þá urðum við hjónin fyrir gjaldþroti og misstum allt bankarnir þar í landi tóku það.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG0636
  • CIMG0740
  • CIMG0713

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband